Þar sem óvissuferðir síðustu tveggja ára hafa tekist vel með mikilli þáttöku, þá ætlum við að færa okkur skrefi ofar og gista eina nótt að þessu sinni. Föstudagur 19.april: Lagt af stað frá félagshúsi Sóta kl. 18:00 í Bjössa rútu og ekið til hestabúgarðsins Kjóastaða, sem er miðja vegu milli Gullfoss og Geysis. Komið sér fyrir í kósý sumarhúsum og síðan sameiginlegur kvöldverður í uppgerðri hlöðu og kvöldvaka. Á bænum eru kindur, hundur, köttur, hænur ofl. Laugardagur 20. april: Morgunverður og fræðsla um hesta (í staðinn fyrir fræðslukvöld). laugardagurinn er óvissudagur en að venju munum við gera eitthvað spennandi og skemmtilegt sem fær börnin til að brosa, hlæja og þjappa sér saman. Þar sem við höfum verið dugleg að safna þá mun þetta kosta aðeins kr. 3.000.- per barn! Innifalið: - Rúta í 2 daga - Svefnpokagisting á Kjóastöðum - Kvöldverður, morgunverður og hádegisverður - Fræðsla (hestatengt), heimsóknir (hestatengdar) og ævintýri Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir en það kostar 8.000.- fyrir foreldri (fyrir utan ævintýrið á laugardeginum.....) Vinsamlega skráið ykkur sem allra fyrst (í síðasta lagi 15. april), hér:
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|