EIns og þið hafið vonandi tekið eftir á hestamiðlunum þá eru Hestadagar í Reykjavik að skella á í vikunni. Við þurfum á ykkar hjálp að halda við eftirfarandi:
Miðvikudagur 3. april (á morgun!) Hreinsunardagur í hverfinu okkar frá kl. 18-19:00. Jói ætlar að reyna að fá kerr/gám til að henda rusli í. Ní tökum við höndum saman og gerum fínt í kringum okkur þ.e.a.s. í kringum húsin, á kerrustæðionu, planinu ofl. Fimmtudagur 4. apríl Allir velkomnir á setningarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur á milli 16-17:00. Léttar veitingar í boði og gaman að hitta aðra hestamenn. Upplagt að koma við á leiðinni úr vinnunni. Áframhaldandi hreinsunardagur frá kl. 19-20:00. Hreinsað í kringum gerðin og við félagshúsið. Föstudagur 5. apríl Opin hús fyrir gesti og gangandi frá kl. 17-19:00. Þeir sem vilja hafa húsin sín opin fá blöðrur til að hengja út. Gott að hafa kaffi á könnunni. Teymt verður undir börnum frá kl. 17-18:00 í hverfinu og eru allir beðnir um að rétta hjálparhönd. Ekkert mál að teyma undir í ca 15 min hver en mikil mál fyrir einn að teyma allann tímann. Allir hvattir til að taka þátt og sérstaklega meðlimir æskulýðsnefndar :-) sem og unglingar og ungmenni,. Boðið verður uppá rjúkandi heita kjötsúpu fyrir gesti (í boði Kænunnar) + kaffi og svali fyrir börnin. Þetta verður sett upp inn í hverfinu. Hestafótboltakeppni í gerðinu kl. 18:00. Laugardagur 6. april Skrúðreið. Riðinn hringur í miðbænum - rosa gaman! Allir velkomnir með (fet reið) og félagar hvattir til að taka þátt. Lagt af stað frá Sóta kl. 12:00 og helst að mæta í Sóta merktum fatnaði ef þið eigið. Því fleiri, því betra. Þetta er ótrúlega gaman og við verðum komin aftur á nesið um kl. 14:30 svo nægur timi til að riða út líka. Vetrarleikar 6 apríl - töltmót Vegna hestadaga hefur vetrarleikum nr 3 verðið frestað til 13. april. Nánar auglýst síðar.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|