TAKIÐ FRÁ 11. APRÍL!
Þriðju og síðustu vetrarleikar Sóta verða haldnir laugardaginn 11. april en ekki ,,laugardaginn" 1. april eins og misritaðist í vetrardagskránni. Þá verður keppt í þrígangi og hindrunarstökki. Nánar auglýst síðar sem og námskeið í hindunarstökki. Þá verður einnig hin rómaða Góugleði á Einmánuði haldin um kvöldið. Gleðin verður haldin á eina veitingastað Álftnesinga þ.e.a.s. út á Hliði (rétt hjá Magga og Þóreyju......) Boðið verður uppá humarsúpu og lambalundir og síðan verður spilað undir söng og dansi fram eftir nóttu. Veitt verða ýmiss verðlaun frá vetrarleikamótaröðinni s.s. stigahæsti Sótafélaginn, tilþrifabikarinn, snyrtilegasti knapinn ofl. ofl. Skemmtiatriði verða þannig að HVER NEFND þarf að koma með EITT skemmtiatriði, svo nú þurfa nefndirnar að fara að hittast og æfa! Formenn nefnda munu einnig fá tölvupóst um þetta. Dresscode er: Keppnisföt (helst úr hestamennsku......sund eða strandblak kemur líka til greina) Gleðin mun kosta einungis 5.000.- kr á mann en Sóti splæsir rest. Til að áætla fjölda þurfum við að heyra í ykkur hvort þið ætlið ekki að mæta á þessa frábæru skemmtun. Hægt er að láta vita í Facebook skilaboðum, láta einhvern úr skemmtinefnd vita eða senda póst á[email protected] í síðasta lagi 7. april en best að gera það sem fyrst. Ath engin skráning - engin gleði Vonumst til að sjá sem flesta og fleiri til! Ferða-og skemmtinefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|