Aðrir OPNU vetrarleikar Sóta verða haldnir laugardaginn 21. mars. Keppt verður í :
Kl. 12:00 á vellinum – Tvígangur Keppendur sýna tvær gangtegund (þær bestu hjá hestinum). Safnast verður saman við skammhlið og síðan fer einn keppandi af stað í einu og ríður langhlið. Snýr svo við og kemur til baka. Hver keppandi fær fjórar langhliðar til að sýna og eru tvær bestu einkunnir sem gilda. – Dæmdar verða langhliðar. Fimm efstu einkunnir gilda til sigurs. Kl. 13:00 - Brokk (eftir Tvíganginn) Keppt verður í brokki á tíma. Riðið verður tvær langhliðar, fram og til baka og verður hesturinn að brokka alla leið. Tímataka verður og eru það fimm efstu tímarnir sem gilda ti sigurs. Í báðum keppnum er keppt í tveim flokkum: 19 ára og eldri 18 ára og yngri Skráningagjald er 1000.- per hest. Skráning fer fram á www.sportfengur.com, undir skráningarkerfi. Þar skal velja hestamannafélagið Sóti og svo velja viðburðinn . Þegar búið er að fylla inn upplýsingar og skrá í vörukörfu þarf að smella á vörukörfuna til að fara í greiðslukerfið. Þegar greiðslu er lokið ætti kvittun að berast með tölvupósti og staðfestir hún skráninguna. Ath einungis er hægt að greiða með millifærslu á reikning 1101-26-111139 kt: 680296-3409 og sendið kvittun á netfangið [email protected]. Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla berst. Opið er fyrir skráningu frá 19. mars til kl 22:00 þann 20. mars. Á eftir verður verðlaunaafhending og kaffi í félagshúsinu. Mætum öll og höfum gaman! J Mótanefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|