![]() Æskulýðsnefnd verður með hinn sívinsæla Bingó Bröns n.k. sunnudag 10 mars frá kl. 11-13:00 í sal Álftanesskóla. Flottasti og ódýrasti bröns í bænum að hætti Halla Aikman. Egg, beikon og alls kyns gúmmulaði. Bingó med glæsilegum vinningum undir stjórn Andrésar bingóstjora Álftaness. Allt til styrktar æskulýðsstarfi i Sóta. Það kostar eftirfarandi inn: Bröns fyrir fullorðna: 1.500.- (athugið að bröns á hóteli kostar ca 4.500.- ) Fyrir 7-17 ára: 500.- 6 ára og yngri: Frítt Bingóspjald kr 250.- Ath. Enginn posi á staðnum en hraðbanki er í sundlauginni Það er búið að stofna viðburð á Facebook - endilega deilið honum til ykkar vina - það væri gaman að sjá fleiri en Sóta félaga. Líka gott að skrá sig þar svo við vitum ca fjölda. Sjáumst svöng á sunnudaginn! Kveðja Æskulýðsnefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2023
|