Tómas fékk tilþrifaverðlaunin. Mynd: Gígja Einars Vetrarleikar Sóta nr 2. voru með svipuðu sniðu og vetrarleikar 1.(smalamót) nema að þessu sinni voru þeir haldnir á velli félagsins. Búið var að setja upp tvær eins brautir sitt hvoru megin á vellinum og kepptu því tveir og tveir í einu. Meðal þrauta var að færa til sverð, ríða með vatnsglas milli borða og svigreið með keilum. Fimm lið tóku þátt og höfðu gaman af. Úrslit urðu þannig: Barnaflokkur: 1. Patrekur Örn Arnarsson á Perlu 2. Hanna Sól EInarsdóttir á Stjörnu Unglingaflokkur: 1. Margrét Lóa Björnsdóttir á Klassík 2. Ólafía María Aikman á Bleik Fullorðnir: 1. Einar Þór Jóhannsson á Júní 2. Andrea Eðvaldsdóttir á Ægi 3. Haraldur Aikman á Ljúf Tilþrifaverðlaunin fékk Tómas Guðmundsson (sjá mynd) Staðan í liðakeppninni er þannig: 1. Sex 16. stig 2. Villikettirnir 15. stig 3/4; Villimennirnir 12 stig 3/4: Jörundarfjós 12 sig 5. Breiðir Frakkar 6 stig Næsta mót verður 6 april og verður keppt í tölti.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|