![]() Kynbótadeildin og skemmtinefndin, í samvinnu við stjórn Sóta, blæs til spennandi kynbótaferðar, laugardaginn 30 mars. Lagt af stað frá félagshúsi kl. 13:00. Heimsótt verður hrossaræktarbúið á Króki og síðan snæddur snemmbúinn kvöldverður á bæ þar sem m.a. má sjá dansandi geit, taminn krumma og ýmiss önnur furðudýr. Svo verður örugglega eitthvað skemmtilegt að auki í pokahorninu. Dagurinn endar á Stóðhestaveislunni í Ölfushöll þar sem hægt verður að berja augum flottustu gæðinga landsins. Allir velkomnir með! Verð 4.500.- fyrir mat og rútu en svo er aukalega miði á Stóðhestaveisluna. Ath að drykkir eru ekki innifaldir svo betra að hafa eitthvað með sér í poka til að væta kverkarnar ;-) Allir þeir sem komu að vinnu við gerðið okkar munu fá boðsmiða sendan heim fyrir páska (ef þið fáið ekki ekki miða en unnuð í gerðinu, þá vinsamlega látið einhvern úr stjórninni vita) Vinsamlega látið Gunnar Karl s: 863-3060 vita sem allra fyrst ef þið komið með þar sem við þurfum að panta miða á stóðhestaveisluna. Vonumst til að sjá sem flesta!
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
November 2023
|