![]() Yngstu börnin í Sóta skemmtu sér vel í dag en æskulýðsnefnd bauð uppá grímureið um Álftanesið, sérstaklega með tilliti til polla. Farin var hringurinn frá hesthúsunum, niður Sviðholtið og inn Breiðumýrina þar sem yngstu pollarnir (sem teymt var undir) sameinuðust hópnum. Elstu "polllarnir" riðu hins vegar stærri hringinn og sprettu úr spori. Eftir stuttan en ánægjulegan reiðtúr söfnuðust börnin saman í hverfinu og sungu fyrir gotteríi og fóru í ratleik í leit að folaldi. Í verðlaun var pizzuveisla í félagshúsinu þar sem börnin spiluðu partý og co meðan þeir eldri spreyttu sig í Alias. Yngstu þátttakendurnir voru aðeins 3ja ára en þeir elstu eitthvað um 50 árum eldri. Skemmtilegur dagur hjá yngri deildinni! (myndir á myndasíðu)
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2023
|