Vonandi mæta Lóa og Freyja í búningum! Miðvikudaginn 22 febrúar - ÖSKUDAGUR - Grímureið litla hringinn á Álftanesi. - ath ef veður leyfir Lagt af stað frá félagsheimilinu kl. 17:45. ALLIR velkomnir með í grímubúningum! Við gerum ráð fyrir að krakkarnir séu í búningi hvort eð er þannig að fullorðnir þurfa að finna sér einhvern búning (þarf ekki að vera eitthvað stórkostlegt) Með þessu ætlum við að vekja athygli á Sóta og hvað það sé skemmtilegt starf hjá okkur. Krúttleg og skemmtileg grímureið. Athugið að þessi ferð er á vegum æskulýðsnefndar og mun því ekki vera nein þeysireið. Okkur langar einnig að mælast til þess að hesthúsaeigendur byrgji sig upp af sælgæti (eða einhverju öðru) en eftir reiðina verður börnunum boðið uppá að ganga á milli húsa og syngja fyrir gotteríi. Einnig verður "folaldið" slegið úr tunnunni í gerðinu. Á eftir verður öllum þátttakendum boðið í pizzu í félagsheimilinu og síðan verður spilað eitthvað frameftir kvöldi.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|