Frá vetraleikum 2011 - unglingaflokkur 1. vetrarmót Sóta verður haldið næsta laugardag 11. feb. á velli félagsins kl.12:00 - ef veður og vallaraðstæður leyfa- Keppnisgreinar: Barnaflokkur, tölt og þrígangur Keppnisflokkar: Barna, unglinga, ungmenna, kvenna og karla Barnaflokkur: Ríða skal tvo hringi og sýna tölt og/eða brokk. Töltkeppni: Sýna skal hægt tölt og fegurðartölt Hægt tölt lágmark einn hringur og einkunn gefin. Fegurðartölt ( milliferðartölt eða hraðar) lágmark einn hringur og einkunn gefin. Einkunnir lagðar saman og deilt með 2. Þrígangur: 1 inná í einu Riðið á langhlið fram og til baka 4 ferðir alls og einkunn gefin eftir hverja ferð. Sýna skal lágmark þrjár gangtegundir þ.e. fet, hægt tölt, fegurðartölt (milliferðartölt eða hraðar) brokk, stökk eða skeið. Þrjár hæstu einkunnir gilda og deilt með þremur. Skráning og greiðsla skráningargjalda Í félagshúsinu kl. 10.30 - 11.15 Gjald fyrir hverja skráningu: Fullorðnir: 1.000,- kr. Ungmenni, unglingar og börn: 500,- kr. Verðlaunaafhending eftir mót í félagshúsinu Tökum öll þátt og höfum gaman
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|