Skráningagjöld;
Mótið er eingöngu fyrir félaga í Sóta og Brimfaxa sem eru löglegir í gæðingakeppni (knapi og eigandi hests skuldlausir félagsmenn). Pollar eru sjálfsögðu með, bæði vanir og óvanir. Vanir pollar ríða tölt eða brokk. Óvanir pollar eiga að vera teymdir af forráðamanni. Allir pollar sem eiga grímubúninga eru hvattir til að mæta í þeim og ekki er verra ef hestarnir eru líka skreyttir! Pollum er ekki sætaraðað en þeir fá allir verðlaunapening. Skráning í Pollaflokk fer fram á netfanginu [email protected] eða á staðnum en þar skal tekið fram ef polli ríður sjálfur eða er teymdur, nafn og aldur knapa sem og nafn og aldur hests. Seinni úrtaka Sóta verður síðan með Spretti 3-4 júní – sjá á www.sprettarar.is Ekki er hægt að skrá hesta eða knapa í seinni umferð hafa þeir ekki tekið þátt í þeirri fyrri. ATH: Hestar í eigu Sóta félaga mega keppa sem gestir í einni úrtöku hjá öðrum félögum ef leyfi fæst hjá viðkomandi félagi. Mun þá einkunn úr forkeppni gilda inná landsmót. Ef hestur hefur keppt í fyrri og/eða seinni úrtöku hjá Sóta þá má ekki keppa sem gestur á fleiri mótum til að komast inná landsmót. Tvær hæstu einkunnir gilda inná Landsmót í öllum flokkum Skráning er hafin inná Sportfeng Hlökkum til að sjá ykkur í sólskinsskapi! Kveðja Mótanefndir Sóta og Brimfaxa
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|