Það er flott skráning á Góugleði Sóta sem haldin verður næsta laugardag og það stefnir í mikið stuð.
Húsið (Hlið) opnar kl. 19:30 en borðhald hefst kl. 20:00. Áætlað er að dansað verði til kl. 01:00 Skemmtinefnd minnir formenn nefnda á að hver nefnd þarf að koma með skemmtiatriði - ekki klikka á því! Það verður boðið uppá góðan mat, söng, gleði og gaman. Þema kvöldsins er "keppnis" svo það er upplagt að taka þátt í vetrarleikunum um daginn og mæta síðan beint í keppnisfötunum um kvöldið - bara spreyja ilmvatni/rakspíra yfir gallann..... Sjáumst hress og kát í Sóta stuði! Ferða-og skemmtinefnd p.s. Takið einnig frá 18. april en þá býður ferða og skemmtinefnd uppá heimsókn til Brimfaxa þar sem við ríðum út með Grindvíkingum og kynnumst þeim betur - nánar auglýst síðar.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
May 2023
|