![]() Ákveðið hefur verið að bjóða uppá hefðbundið pollanámskeið í reiðhöll Sörla (eða annarri reiðhöll í hverfinu) ef næg þátttaka fæst. Kennt verður á sunnudögum frá kl. 18-18:30 Kennari: Karen W. Barrysdóttir Tímabil: 29 jan - 26 feb = 5 tímar Lágmark: 4 krakkar Aldur: 3-8 ára (en þó afstæður :-) Verð: 3.500.- per barn Gert er ráð fyrir börnum sem þarf að teyma undir og ekki. Einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur sameinist í kerru, sé það möguleiki. Það væri frábært ef þetta yrði að veruleika en þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé að boðið sé uppá pollanámskeið svo snemma veturs :-) Upplögð æfing fyrir Æskan og hesturinn! Einnig verður boðið uppá pollanámskeið hjá okkur í Sóta þegar fer að vora (gæti þá orðið framhaldsnámskeið :-) Vinsamlega skráið pollana ykkar fyrir 20 janúar - annað hvort með því að svara þessum pósti, beint á netinu (ýta hér) eða hjá meðlimum æskulýðsnefndar Kær kveðja Æskulýðsnefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
May 2023
|