Þegar komið verður á Skógarhóla er hægt að fara í reiðtúr upp að Svartagili á eigin vegum á föstudagskvöldinu en á laugardeginum ríðum við saman Skógarkotshringinn og svo á sunnudaginn ríðum við gömlu þjóðleiðina áleiðis til Reykjavíkur. Við gerum ráð fyrir að einn hestur í góðri þjálfun ráði vel við þessa reið.
Kostnaðurinn verður 15 þús fyrir mann og 1 hest en innifalið er gisting í tvær nætur fyrir mann og hest, kvöldmatur á laugardeginum og ótakmarkað kaffi svo lengi sem við nennum að hella uppá! Það sem er ekki innifalið er allur matur nema kvöldmatur á laugardeginum. Ef þú færð far fyrir hestinn þinn þá gerum við ráð fyrir að þú gerir það upp við bílstjórann. Á laugardagskvöld er svo kvöldvaka og við ætlum að biðja hvert hesthús um að koma með skemmtiatriði á kvöldvökuna, enda er Hestamannafélagið Sóti pakkfullt af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki! Við biðjum alla um að skrá sig fyrir 25. maí! Sjá viðburð á Facebook hér Ég vona að við getum fjölmennt og skemmt okkur saman í frábærri ferð! Fyrir hönd ferða- og skemmtinefndar Sóta, Hildur Sigurgríms
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|