(betra er að birta fréttir seint en aldrei.......) Vígsla á hinu nýja og glæsilega Sóta Skjóli fór fram laugardaginn 22. desember en þá var einnig smalað úr Bessastaðanesinu. Viðburðurinn hófst með því að 70 hross voru rekin inn í gerðið, því lokað og síðan fór formaður með stutt ávarp þar sem öllum sem komu að einhverjum hætti að gerðinu voru þökkuð vel unnin störf ásamt vísukorni að hætti Sóta (má lesa undir read more). Því næst klipptu bæjarstjórarnir, Snorri Finnlaugsson og Gunnar Einarsson, á borðann (ásamt Jörundi verkefnastjóra) og fóru síðan báðir með stutt ávarp sem sem þeir töluðu báðir um hvað samtakamáttur og sjálfboðaliðastörf séu mikilvæg og hvað við mættum vera stolt af félagsandanum. Að loknum ræðuhöldum var haldið inn í félagsheimili þar sem stjórnin bauð uppá heitt súkkulaði með rjóma og þjóðlegar veitingar. Brokkkórinn kom og seldi dagatöl og að sjálfsögðu tóku þeir lagið. Mikill mannfjöldi mætti á staðinn og dagurinn einstaklega vel heppnaður þrátt fyrir slæma veðurspá. Myndir eru á facebook síðu Sóta en Guðmundur var með myndavélina á lofti. Á haustdögum við hófum verk
hestasveinar knáir. Flesta daga stóðum sterk en stundum mættu fáir. Ég sá þó alltaf Jöra og Jón og jafnan Ara ríka. Á hjóli kom svo Katrine fra Fjón og kapparnir Jói, Guðmundur, Halli, Bjössi, Maggi Scheving, Maggi Ármanns, Siggi Thor, Krummi, Kjartan, Jón Trausti, Högni, Einar Þór, Assi, Þórður, Siggi Svavars, Birgir, Gunnar Karl, Ingólfur, Arnar, Einar Einars, Einar Geir, Atli, Andri, Svavar, Svenni, Elfur, Guðleif, Elísabet, Þórunn, Andrea, Eyrún, Þórey , Guðlaug, Lóa, Freyja og Karen líka Steypan hrærð í höndum var og hamast eftir kvöldi. Borðuð súpa á Sóta bar saman þessi fjöldi. Við hófum störf í september sjáið gerðið núna. Dæmalaust flott í desember við deyfðum aldrei trúna.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|