Þátttakendur hafa val um að fara eina eða tvær umferðir í gegnum brautina og gildir hærri einkunn til stiga.
Dómari verður Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Keppt er í tveim flokkum: • 17 ára og yngri • 18 ára og eldri Skráning fer fram í félagshúsi Sóta kl. 12:00 - 12:30 á laugardeginum og er þátttaka ókeypis. Mótanefnd mun setja brautina upp í höllinni á fimmtudagskvöldinu og verður brautin látin standa fram yfir leikana á laugardeginum. Á föstudeginum verður höllinn opin til æfinga í brautinni og um að gera að nýta tækifærið, mæta galvösk og prófa (sjá mynd af braut og útskýringar). Vetraleikar 1 er fyrsta mótið af þrem í Vetraleikum Sóta. Vetraleikar 2 fara fram þann 2. mars og þá verður keppti í tölti T7 Vetraleikar 3 fara fram þann 23. mars og þá verður keppt í þrígangi. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin á hverjum leikum. Þátttakendur safna stigum í öllum leikum og samanlögð stig gefa okkur tvo sigurvegara Vetraleika Sóta 2024 í lokin.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|