Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur?
Sv: Já, ég þarf endilega að fara á námskeið! Ég tók svo seint inn að ég missti af byrjuninni á námskeiðinu hjá Atla en kannski kemst ég að hjá honum ef það verður framhald, eða þá hjá Sigrúnu Sig. Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar? Sv: Já, ég fer í það minnsta eina ferð á Löngufjörur og svo í vorferð Sóta sem verður algjör toppferð með toppfólki! Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: Nei, ég fékk tvö folöld seinasta sumar þannig að það dugir mér í bili. Folarnir mínir eru undan Hlyn frá Haukatungu og Mýrkjartan frá Akranesi. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Ég er alltaf svolítið veik fyrir álóttu, sérstaklega móálóttu. Ég er með þá kenningu að liturinn á barnahesti fólks verði að uppáhaldslit og ég byrjaði einmitt á móálóttum hesti frá Ragnheiði Sigurgríms, frænku minni í Keldnakoti. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Hestamennskan er frábært sport, það getur hver stundað hana á sínum forsendum og það eru endalaus tækifæri til að bæta sig sem reiðmann. Fólkið í kringum hestamennskuna er svo rúsínan í pylsuendanum, þar hef ég eignast marga góða vini og hlakka til að eignast fleiri! Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég skora á Gulla ofurafa 😊
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|