Flokkur 17 ára og yngri:
1. Vigdís Rán Jónsdóttir og Váli frá Minna Núpi. 2. Helena Líf Petersen og Gimli frá Lágmúla. 3. Valdís Anna Valdimarsdóttir og Sólbjörg frá Fagra Lundi 4. Ella Mey Ólafsdóttir og Kolbrún frá Sveinskoti. Flokkur 18 ára og eldri: 1. Elfur Erna Harðardóttir og Magni frá Minna Núpi. 2. Jörundur Jökulsson og Kolla frá Hjallanesi. 3. Birna Filippía Steinarsdóttir og Ljósvíkingur frá Hryggstekk. 4. Margrét Lóa Björnsdóttir og Glóblesi frá Halakoti. 5. Margrét Lóa Björnsdóttir og Breki frá Brúárreykjum. Staðan fyrir síðustu Vetrarleikana, Vetrarleika 3, er þessi: Flokkur 17 ára og yngri: 1. Vigdís Rán Jónsdóttir. 2. Helena Líf Petersen. 3. Valdís Anna Valdimarsdóttir. 4. Ella Mey Ólafsdóttir. Flokkur 18 ára og eldri: 1. Elfur Erna Harðardóttir. 2. Jörundur Jökulsson. 3. Birna Filippía Steinarsdóttir. 4. Margrét Lóa Björnsdóttir. Mikið og öflugt ræktunarstarf er í gangi hjá félagsmönnum í Sóta og voru alls tíu folöld sýnd í dag. Hvert og eitt fékk umsögn frá dómara þar sem m.a. var spáð í byggingu og hæfileika hvers og eins. Dómarinn útskýrði vel fyrir áhorfendum eftir hverju hann var að horfa svo úr varð hin fína fræðsla fyrir alla. Veittar voru viðurkenningar til ræktenda fyrir efnilegustu merfolöldin annars vegar og efnilegustu hestfolöldin hins vegar. Áður en folaldasýningin hófst fór fram uppboð í sitt hvorn tollinn undir stóðhestana Kolgrím frá Breiðholti og Hákon frá Ragnheiðarstöðum. Það verður spennandi að sjá væntanleg folöld undan þessum gæðingum spóka sig hjá okkur í náinni framtíð! Þess má geta að folatollarnir eru gjöf til hestamannafélagsins Sóta frá fyrirtækinu Myndform í Hafnarfirði. Að auki gaf fyrirtækið Myndform gjafapoka fyrir fyrsta sætið í öllum flokkum. Mótanefnd vill, fyrir hönd Hestamannafélagsins Sóta, þakka hlýhug og stuðning við félagið. Úrslit í flokki hestfolalda: 1. Seifur frá Straumi. Faðir: Hringur frá Gunnarsstöðum. Móðir: Ösp frá Breiðholti. Eigandi: Högni Gunnarsson. 2. NN. Faðir: Skýr frá Skálakoti. Móðir: Stuna frá Dýrfinnustöðum. Eigandi: Jörundur Jökulsson. 3. Stelkur frá Álftanesi. Faðir: Eldur frá Torfunesi. Móðir: Kría frá Álftanesi. Eigandi: Steinunn Guðbjörnsdóttir. Úrslit í flokki merfolalda: 1. Dimma Nótt frá Vatni. Faðir: Skýr frá Skálakoti. Móðir: Bríet frá Brautarholti. Eigandi: Vilhjálmur Þórðarson. 2. Aldís frá Breiðholti. Faðir: Atlas frá Hjallanesi 1. Móðir: Mánadís frá Breiðholti. Eigendur: Högni Gunnarsson og Vilhjálmur Þórðarson. Mótanefnd vill þakka öllum fyrir frábæran dag. Hlökkum til að sjá ykkur á Vetrarleikum 3
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|