Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur? Sv: Nei ég kann allt! Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar? Sv: Já, ég stefni á að fara í Sótaferðina, ég læt það duga. Á ekki annars að syngja Sóta lagið? Þarf ég ekki að mæta með gítarinn? Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: Já, mig langar að halda mósóttu merinni minni aftur en ég er ekki búin að ákveða undir hvaða hest hún fer. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Já, sem er eins litur og fyrsti hesturinn minn þ.e.a.s glórautt! Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Nei, allt er bara eins og blómstrið eina Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég ætla að skora á leigjandann minn, hana Ásdísi
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|