Æskulýðsnefnd Sóta ætlar að endurtaka bingó-brönsinn frá í fyrra sem tókst svo vel. Að þessu sinni verður ekkert bingó en skemmtun, happadrætti, skiptimarkaður og kaffihúsastemning. Stund: Sunnudagur 11.mars kl. 11:00—12:30 Staður: Salurinn í Álftanesskóla Dagskrá: Spurningakeppni milli barna og fullorðinna, skiptimarkaður, happadrætti Bröns: Egg og beikon að hætti Halla, ýmisskonar brauðmeti, álegg, salöt, kaffi, heilsusafi ofl ofl. Aðgangseyrir er aðeins 1.200.– á mann sem rennur óskiptur til styrktar æskulýðsstarfi hjá Sóta. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Veglegt happadrætti með flottum vinningur. Miðinn kostar 300.– kr. Boðið verður uppá skiptimarkað á reiðfatnaði og reiðtygjum. Nú er tækifærið að koma með notaðan (og vel með farin) reiðfatnað sem er orðinn of lítill (eða stór ;-) og gera góð kaup. Einnig er boðið uppá að koma með reiðtygi, mél og annað sem fólk er hætt að nota og koma í verð. Endilega takið með ykkur vini og vandamenn, þetta er jú fjáröflun fyrir börnin okkar! Stofnaður hefur verið viðburður á Facebook og gott að skrá sig þar og bjóða vinum. Sjáumst hress og kát næsta sunnudagsmorgunn Kveðja / Æskulýðsnefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|