Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur?
Sv: Já klárlega. Ég er byrjuð í Reiðmanninum 2 (með Fálka) en er alveg til í önnur námskeið með aðra hesta. Mér finnst líka gaman að fara á sýnikennslur, næsta sýnikennsla er í Reiðmanninum í nóvember og svo stefni ég að FT sýninguna í desember. Sp: Fórstu í einhverjar hestaferðir í sumar? Sv: Já. mjög margar. Það er það skemmtilegasta sem ég geri í hestamennskunni. Sp: En hélstu einhverjum merum, ef já, undir hvaða hest(a)? Sv: Já, Lóa var svo heppin að vinna toll undir Aspar frá Hjarðartúni og ég ætlaði að halda Kríu undir Þul frá Tölthólum sem er fallegur 3ja vetra foli í eigu Jörundar. Við Lóa ákváðum að skipta, hún hélt Klassík undir Þul og ég hélt Kríu undir Aspar. Ég vonast svo eftir stórglæsilegum brúnsokkóttum hesti eða meri næsta sumar. Annars var ég ákveðin í að hætta að rækta og þetta verður líklega seinasta folaldið.......eða ekki..... Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Grátt hefur lengi verið í uppáhaldi, líklega eftir að hafa séð Hrímni frá Hrafnagili á LM82. Ég er búin að eiga nokkra gráa og þeir hafa flestir reynst mér mis illa. En nú er ég vonandi komin með draumagrána úr eigin ræktun. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Eftir að hafa verið á jákvæðninámskeiði í sumar þá hef ég komist að því að það er miklu skemmtilegra að sjá alltaf það jákvæða í öllu. Svo ég ætla að halda áfram að temja mér það. Og að því sögðu þá finnst mér Sóti langskemmtilegasta félagið á landinu! Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég ætla að skora á Jón Laufdal. Hann er líka búin að taka inn og ríður út eins og vindurinn, ekkert smá duglegur.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|