Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Sóta Spjallið - Nýtt!

2/21/2023

0 Comments

 
Picture
Guðmundur og Þula á góðum sumardegi
Nýtt á Sótavefnum! 
Við ætlum að forvitnast aðeins hvað Sótafélagar stefna á í vetur, hvaða hesta þau eru með á húsi ásamt fleiru. 
Vonandi taka félagar vel í þessa nýjung og svari fljótt og vel þegar á þá er skorað.

Fyrstur til að ríða á vaðið er ferðagarpurinn Guðmundur Ragnarsson, bústjóri í nr 6. 

Sp.  Hvað verður þú með á húsi í vetur? Hvaða hesta?
Sv. Ég er með svo marga leigjendur að ég kem engu inn.  Jú, grín,  Þula, alræmda litla drottningin með stóra karakterinn verður inni.  Flaumur, stóri jarpi Skálmarssonurinn minn verður inni. Hann er reyndar að fara í hendur nýrra eigenda, Soffía og Beggi taka við honum, en hann verður auðvitað bara áfram í húsinu. Síðan kom Sóldís, mósótt á fimmta vetur úr tamningu frá Sanne í Skálakoti. Hún lofar góðu. Fer samt aftur út seinnipart vetrar í hvíld. Inn koma í staðinn Draumur, bleikur foli undan Aljóni frá Nýja- Bæ og Iða, skjótt undan Atlasi frá Hjallanesi. Birna Filippía mun sjá um að þjálfa Draum og Iðu fyrir mig í vetur. 

Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur?
Sv: Já, ég stefni á að fara á námskeið með vorinu, helst vildi ég fá Atla Guðmunds ef hann verður í boði á svæðinu.   

Sp:  Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar?
Sv:  Það á eftir að skýrast, vonandi kemst ég í Sótaferðina sem er á döfinni að fara í vor. Síðan fer ég eitthvað með Halla Aikman, en það á eftir að skýrast. Annað er svosem ekki á döfinni, en maður veit aldrei.   

Sp:  En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)?
Sv:  Ég ætla ekkert að halda merum í sumar, vonandi er ég hættur því!

Sp:  Áttu uppáhalds hestalit?
Sv: Ég er alltaf veikur fyrir rauðjörpum hrossum og vindóttum. Minna spenntur fyrir brúnu og rauðu, nema þá hrafnsvörtu og sótrauðu.

Sp:    Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri?
Sv:  Sóti er og hefur lengi verið, flottasta félag sem ég veit um.  Það sem við höfum áorkað saman í þessu fámenna samfélagi, fyrst og fremst með samheldni og samvinnu er magnað.  Framtíðin er björt ef við munum að maður er manns gaman!


Guðmundi eru þökkuð góð (en ekki snögg......hahahaha!) svör en hann skorar á Ara að vera næsti spjallari.






0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.