Í haust var ég með tvo frekar unga hesta sem ég var að þjálfa, þá Mola og Súkkulaðimola (a.ka. Fróði), báðir slysafolöld sem ég einhvern veginn eignaðist og ól upp. Svo eignaðist ég óvænt nýjan og spennandi hest frá Halakoti, Glóblesa, sem mun kannski birtast á keppnisvellinum með vorinu. Hugur minn er svo nýkomin inn og síðan er Lóa að þjálfa fyrir mig Vökul frá Vatni sem ég eignaðist hjá Jörundi. Bara spennandi! Svo er ég líka með þrjá duglega leigjendur, ekki má gleyma því.
Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur? Sv: Ég er núna á námskeiði hjá Alta með Glóblesa, svo lengi lærir sem lifir. Ætli ég sé ekki elsti nemandinn? Já já, alltaf til í að fara á sýnikennslur. Í vetur man eftir að hafa farið á Ragnhildi og svo á mjög áhugasaman dag hestsins í Fáki. Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar? Sv: Já það eru víst einhverjar á döfinni, enda það skemmtilegasta sem ég geri í hestamennskunni Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: Það vill svo til að ég á ekki margar merar þó svo ég eigi slatta af hestum. Svo ég hef ekkert verið í ræktun enn sem komið er. Keypti að vísu toll á uppboði hjá Sóta í fyrra og setti Paradís gömlu undir Kolgrím frá Breiðholti en það gekk ekki upp, hún er líklega orðin of gömul. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Ætli það sé ekki móálótt og litförótt. Er svo heppin að eiga góða hesta í þessum litum. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Í mínum huga er félagsskapurinn a.m.k. 50% af hestamennskunni. Það að drekka kaffi og spjalla um hesta er ómissandi þáttur. Ég vil því minna á það að það er alltaf heitt á könnunni í húsi nr 1 og allir velkomnir í kaffi, það er jafnvel stundum eitthvað meðlæti líka! Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Er ekki best að gefa unga fólkinu tækifæri? Ég skora á Lóu
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|