Vinnan við gerðið hefur gengið mjög vel og hafa flestir Sóta félagar mætt a.m.k. einu sinni (og margir oft) til að leggja hönd á plóg. Þetta hefur hins vegar tekið meiri tíma en áætlað var í upphafi enda mikið verk að reisa heiklætt gerði, nokkurs konar þaklausa reiðhöll.
Næsti vinnudagur verður á morgun, laugardaginn 6.október frá kl. 10-14:00 og eru allar hendur vel þegnar. Einhverjir munu verða settir í að klára ,,friðarmúrinn" þ.e.a.s. grænu girðinguna meðfram Suðurnesvegi. Það hefur verið mikil og góð stemning meðal vinnumanna og einstaklega gaman að vinna með öllu þessu góða fólki. Formaður og verkefnastjóri senda miklar og góðar þakkir til allra sem hafa þegar mætt og hlakka til að sjá ykkur aftur og helst fleiri til. Hmf Sóti má svo sannarlega vera stolt af sínum félagsmönnum og góðum félagsanda.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
May 2023
|