Maður er alltaf að reyna að bæta við sig einhverri þekkingu og reynslu. Ég tók þá skyndiákvörðun um daginn að skrá mig á námskeið í vinnu við hendi og það gengur vel. En annars hefur það reynst mér best að sækja einkatíma til þess að takast á við þau verkefni sem ég er að glíma við hverju sinni.
Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar? Sv: Það er ekkert komið á blað ennþá en ég á það til að taka ákvarðanir um slíkt með mjög stuttum fyrirvara. Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: Það er ekkert ákveðið enn en þessi mál eru í vinnslu. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Ég hugsa að móálóttur sé efstur en þó finnst mér skipta mestu máli að það sé fjölbreytni og að það séu ekki heilu stóðin sem eru öll eins á litinn Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Sækjum þekkingu og þjálfun á sem flestum stöðum, en munum að mynda okkur okkar eigin skoðanir og aðferðir við okkar þjálfun. Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég held að það sé komið að formanninum okkar honum Jörundi.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|