Einar sigraði fimmganginn 2012 Íþróttamót Hestamannafélagsins Sóta verður haldið á velli félagsins laugardaginn 11. maí og hefst mótið kl. 11:00. Keppt verður í: Barnaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Unglingaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Ungmennaflokki Tölti T3, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 1. flokkur fullorðinna Tölti T3, Tölti T2, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 Skráning fer fram á www.sportfengur.com, undir skráningarkerfi. Þar skal velja hestamannafélagið Sóti og svo velja viðburðinn . Þegar búið er að fylla inn upplýsingar og skrá í vörukörfu þarf að smella á vörukörfuna til að fara í greiðslukerfið. Þegar greiðslu er lokið ætti kvittun að berast með tölvupósti og staðfestir hún skráninguna. Ath að þessu sinni er einungis hægt að greiða með millifærslu, ekki kreditkorti. Skráningu lýkur fimmtudagskvöldið 9. maí kl. 23:59 Skráningagjöld eru 3.000,- kr í 1. flokki fullorðinna á hverja skráningu en 1.500,- kr í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Rétt er að benda á að reglur um hverja keppnisgrein má finna á: http://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_og_reglur_mars_2013_1_23042013.pdf Reglur um beislisbúnað ofl: http://www.lhhestar.is/static/files/HIDI/FIPO_2011_isl.pdf Koma svo! Allir með og höfum gaman af. Mótanefnd Sóta Kaffi fyrirkomulag á mótinu á vegum æskulýðsnefndar: Boðið verður uppá pylsur í hádeginu. Hægt verður að kaupa pylsu og pylsubrauð á kostnaðarverði (ca 150-200) en viðkomandi þarf að grilla sína pylsu sjálfur. Gos verður einnig til sölu á kr. 100,- Muna efftir klinki! Kaffi fritt KAFFIHLAÐBORÐ í hléi (og eftir mót) ALLIR að koma með eitthvað á hlaðborðið. . Það er því okkar hagur að hafa borðið sem flottast. Engar kökur - ekkert kaffi. Ekki ætlast til að aðrir komi með :-) Aldrei að vita nema það verði frítt inn á kaffihlaðborðið!
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|