Patrekur á Perlu reið sig upp í þriðja sæti í barnaflokki Gæðingamóti Sörla og Sóta lauk í gær, laugardag 2. júní í brakandi blíðu og voru starfsmenn mótsins grillaðir og brenndir eftir mikla útiveru. Óhætt er að segja að keppendur frá Sóta hafi staðið sig með mikilli prýði og voru úrslitin í barna, unglinga og ungmennaflokki mikil lyftistöng fyrir krakkana enda 9 knapar í úrslitum. Alexandra og Lyfting stóðu sig gríðarlega vel og enduðu í öðru sæti í ungmennaflokki og Patrekur og Perla riðu sig upp í þriðja sæti í barnaflokki. Frábær árangur hjá þeim báðum! Maggi Ármanns mætti sjálfur í úrslit í B-flokki og fór mikinn á yfirferðagamminum Vígari frá Vatni og hlaut mikið klapp frá brekkudómurum. Enginn hestur frá Sóta var í A-úrslitum og var það miður. Einnig hefði verið gaman að sjá tvo hesta frá Sóta í B-úrslitum. Innilega til hamingju allir verðlaunahafar og landsmótsfarar! Og takk Sörli fyrir gott og skemmtilegt mót Þeir sem fara á LM fyrir hönd Sóta eru: (sjá frétt neðar um B flokk, unglinga og ungmenna) A-flokkur Gerpla frá Ólafsbergi - Ketill V. Björnsson Muggur frá Hárlaugsstöðum 2 - Sigurlaug Steingrímsdóttir og Ketill V. Björnsson Barnaflokkur Patrekur Örn Arnarsson á Perlu Margrét Lóa Björnsdóttir á Íslandsblesa Úrslit eru hér Myndir frá úrslitum. teknar af Sveini Jóhannessyni má finna hér: (myndir af verðlaunafhendingu Sóta félaga verða settar á Facebook síðu Sóta)
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|