Hann býður upp á 6 vikna námskeið sem byggist upp á 40 mínútna reiðtímum einu sinni í viku. Hægt er að velja um einkatíma eða tíma þar sem tveir knapar eru saman (paratímar). Tímarnir eru sniðnir að þörfum hvers og eins.
Námskeiðið fer fram á þriðjudögum frá 18. janúar til og með 22. febrúar frá kl. 17:00 og fram eftir kvöldi. Verð fyrir námskeiðið er kr. 48.000 (deilist á tvo þegar um paratíma er að ræða). Skráning er opin í gegnum Sportfeng (www.sportfengur.com) og geta Sótafélagar skráð sig. Athugið að þeir sem kjósa að vera í paratíma para sig sjálfir saman og ganga frá skráningu á nafni annars aðilans. Gott væri að fá sendar upplýsingar um þá sem ætla að vera saman í tíma á netfangið maria.hardar@gmail.com.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
September 2023
|