Sp: Fóruð þið á einhvern námskeið eða sýnikennslu í vetur?
Sv: Já eins og vanalega þá liggja nokkur námskeið og sýnikennslur í valnum eftir veturinn m.a. hjá Ragnhildi Haralds, Súsönnu Sand og Hrafnhildi Helgu. Svo tók Vigdís Rán líka Knapamerki 4 hjá Hinriki Sig. og kláraði þau. Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani í sumar? Sv: Engar lengri ferðir eru planaðar en við erum vanar að fara bara óvænt í styttri skreppitúra á sumrin í góðra vina hópi og verður það eins í sumar, skemmtilegar óvissuferðir. Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, eruð þið búnar að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: Já, Heru okkar verður haldið í sumar. Hver sá heppni verður er svona í gerjun og alveg að ná lendingu. Ég á hlut í efnilegum ungum graðfola undan Fenri frá Feti og öðrum eldri undan Ský frá Skálakoti og svo er Jón Trausti, Atlas hluthafi þannig að kannski verður einhver af þeim fyrir valinu í ár. En þetta eru alltaf miklar pælingar því það er um svo marga frábæra hesta að velja í dag. Svo er bara að krossa putta og vona að lukkan verði manni í hag ;) Sp: Eigið þið uppáhalds hestaliti? Sv: Í uppáhaldi hjá okkur báðum er Rauðglófext, ekki verra að hafa blésu eða stjörnur með. Vantar klárlega aftur gömlu Kirkjubæjarræktunina sem var með mikla kynfestu fyrir þeim lit fyrir okkur. Svo erum við mjög impóneraðar fyrir fallega brúnskjóttu með flottum sokkum. Það er alltaf séns að ná að rækta uppáhalds litina með því að rýna í litagenin og það hefur alveg lukkast hjá okkur nokkrum sinnum sem er ferlega skemmtilegt svona með. Á velli heilla svo alltaf svartir eða gráir faxmiklir gæðingar. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þið viljið koma á framfæri? Sv: Það er frábært að sjá hvað reiðhöllin okkar hefur nýst okkur vel í námskeiðahaldi og hvað Sótafélagar hafa verið duglegir að nota hana og að sækja námskeiðin sem við höfum verið að bjóða upp á. Nú þurfum við bara að pimpa höllina aðeins upp með speglum og svona, þróa gólfið í henni og gera hana enn betri. Sp: Hvern viljið þið skora á að vera næsti spjallari? Sv: Við ætlum að skora á Aikman feðginin Halla og Ólafíu
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|