Kæru Sótafélagar Gleðilegt nýtt útreiðarár og takk fyrir viðburðarríkt og skemmtilegt nýliðið ár. Við megum svo sannarlega vera stolt af okkur sjálfum árið 2012. Fyrir utan góðan árangur á mótum og í félagslífi þá áttum við stóran þátt í einum flottasta viðburði á árinu (riðið á landsmót) og síðast en ekki síst, smíðuðum glæsilegt mannvirki, sem mun vonandi gagnast okkur vel og lengi. Kærar þakkir ykkar allra sem tókuð þátt í hvers kyns sjálfboðaliðastörfum á vegum Sóta árið 2012. Nýja árið lofar góðu og vona ég að við höldum áfram að vera öflugt félag þar sem samheldni og samhugur ræður ríkjum. Í þessari viku mun ég kalla allar nefndir á fund þar sem hver nefnd mun kjósa sér formann, setja saman vetrardagskrá og koma starfinu í fullan gang. Ég vona að allir félagar verði öflugir því það erum jú við sjálf sem sköpum félagið. Oft verður lítil hugmynd að stóru verki (sbr t.d. riðið á landsmót). Ef þú, Sótafélagi góður, lumar á hugmynd sem er til þess fallinn að bæta félagsstarfið, þá endilega komdu henni á framfæri við stjórn eða viðkomandi nefnd eða hreinlega framkvæmdu hana sjálf/ur. Stundum er betra að ganga í hlutina sjálfur en að bíða eftir að einhver annar geri það :-) Ég hlakka til vetursins og hef heyrt á skotspónum að mótanefnd sé að skipuleggja nýja og skemmtilega mótaröð sem allir geti tekið þátt í. Vonandi munu aðrar nefndir einnig brydda uppá nýjungum og endilega nota gerðið sem mest! Njótum hestanna okkar og tökum þátt í uppákomum félagsins í vetur, Ég geri orð John F. Kennedy að mínum: ,,Kæru Sótfélagar, spyrjið ekki hvað félagið geti gert fyrir ykkur, heldur hvað þið getið gert fyrir félagið“ . Með áramótakveðju Steinunn
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|