Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Puntur fagnar 30. vetrum

4/2/2021

0 Comments

 
Picture
Elsti hesturinn í Sóta hverfinu er án efa Puntur frá Neðri-Hrepp (IS1991135616) en hann fagnar 30 vetra afmæli nú í vor!  Eigandi hans er Anna Margrét Ingólfsdóttir sem segir hann nokkuð hressan miðað við aldur en ekki jafn búttaðan og áður en hann hefur yfirleitt komið vel undan vetri. Sæunn Ósk, ung systurdóttir Önnu hefur fengið að nota hann og Anna sjálf einnig farið einstaka sinnum á bak í vetur.   En hver er saga Punts?  Gefum Önnu Margréti orðið: 

,,Ég er 33 ára, verð 34 þann 12. maí nk. og fékk Punt í fermingargjöf frá foreldrum mínum eftir að hafa farið í ferð norður til Hólmgeirs frænda míns til að velja hest sem ég ætlaði að kaupa fyrir fermingarpeningana.
Ég fann líka þennan fína hest sem mér leist svo vel á og fór í langan reiðtúr með stóru hestastóði inn eftir Eyjafirði. Svo á fermingardaginn þegar ég kom heim úr kirkjunni stóð Puntur minn á pallinum, en foreldrar mínir lögðu til að í tilefni fermingardagsins færum við aðra leið inn og þar blasti Puntur við, nýkembdur og með slaufu í faxinu. " 
,, Næstum 3 ár eru liðin frá því hann örmagnaðist í skurði hér á Álftanesi og tók viku að geta tekist að standa á eigin fótum, það var í september 2017. Enduðum á því að byggja í kringum hann og setja breiða strappa í kringum hann. Að lokum gat hann staðið sjálfur og jafnaði sig furðufljótt. Þessa viku vöktum við alveg yfir honum og fengum lánaðan pallbílinn hans Krumma í Sóta sem er með fínu húsi aftaná og ég og Birnir Orri maðurinn minn skiptumst á að vaka yfir honum og annað okkar svaf svo í hýsinu til skiptis. Það munaði öllu að hafa haft aðstöðu þar og kann ég Krumma miklar þakkir fyrir það."
Við óskum Punti til hamingju með árin þrjátíu og þökkum Önnu Margréti kærlega fyrir sögurnar og myndirnar.  Það er greinilegt að Önnu Margréti og fjölskyldunni þykir vænt um hestinn.  Það eru eflaust ekki margir sem myndu eyða svo miklum tíma og peningum að bjarga 27.vetra hesti þegar hann nær örmagnaðist útí haga.   Puntur er heppinn!   
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.