Ég fann líka þennan fína hest sem mér leist svo vel á og fór í langan reiðtúr með stóru hestastóði inn eftir Eyjafirði. Svo á fermingardaginn þegar ég kom heim úr kirkjunni stóð Puntur minn á pallinum, en foreldrar mínir lögðu til að í tilefni fermingardagsins færum við aðra leið inn og þar blasti Puntur við, nýkembdur og með slaufu í faxinu. " ,, Næstum 3 ár eru liðin frá því hann örmagnaðist í skurði hér á Álftanesi og tók viku að geta tekist að standa á eigin fótum, það var í september 2017. Enduðum á því að byggja í kringum hann og setja breiða strappa í kringum hann. Að lokum gat hann staðið sjálfur og jafnaði sig furðufljótt. Þessa viku vöktum við alveg yfir honum og fengum lánaðan pallbílinn hans Krumma í Sóta sem er með fínu húsi aftaná og ég og Birnir Orri maðurinn minn skiptumst á að vaka yfir honum og annað okkar svaf svo í hýsinu til skiptis. Það munaði öllu að hafa haft aðstöðu þar og kann ég Krumma miklar þakkir fyrir það." Við óskum Punti til hamingju með árin þrjátíu og þökkum Önnu Margréti kærlega fyrir sögurnar og myndirnar. Það er greinilegt að Önnu Margréti og fjölskyldunni þykir vænt um hestinn. Það eru eflaust ekki margir sem myndu eyða svo miklum tíma og peningum að bjarga 27.vetra hesti þegar hann nær örmagnaðist útí haga. Puntur er heppinn!
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|