Skemmtilegasta reiðleiðin á Álftanesi: Af þeim fjölbreyttu reiðleiðum sem eru á Álftanesi finnst mér skemmtilegast að fara eftir bökkunum og út í Bessastaðanes.
Flottasti hestaliturinn: Rauðjarpur og steingrár Uppáhalds gangtegundin: Tölt Uppáhalds matur: Ítalskur Uppáhalds drykkur: Heitt súkkulaði með miklum þeyttum rjóma, ekki verra að hafa svolítið Stroh út í. Uppáhalds tónlist: Hlusta á alls konar en meðal uppáhalds eru Leonard Cohen, Eivør, ýmis 80´s tónlist, írsk þjóðlagatónlist, kraftmikil spinning-tónlist, Vivaldi o.fl. o.fl. Fallegasti staður á Íslandi: Þeir eru svo margir sem ég get ekki gert upp á milli en ég hef mestar taugar til sunnanverðra Vestfjarða. Það besta við hestamennskuna er: Í mínum huga er hestamennskan nærandi fyrir sál og líkama, hvoru tveggja samneytið við hestana og útiveran. Með henni skapast líka frábærar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Svo er maður alltaf að læra eitthvað nýtt! Hvað vantar í Sóta: Það verður frábært þegar inniaðstaða verður að veruleika. Svo þyrfti virkilega að lagfæra reiðleiðir sem eru á köflum mjög grýttar eða blautar. Lumar þú á leyndum hæfileikum: Já, ég er ágæt sauma- og prjónakona. Ógleymanlegasta atvikið í hestamennsku hingað til: Það er þegar ég fór á stefnumót árið 1991 og minn fyrrverandi bauð mér í fyrsta útreiðatúrinn minn. Hann setti mig á þægasta barnahestinn sem rauk með mig um leið og ég settist á bak og stuttu síðar flaug ég með tilþrifum af baki. Ég vingaðist ágætlega við þetta hross. Eitthvað að lokum: Sótafélagar hafa tekið mjög vel á móti mér og fjölskyldu minni og ég hlakka til að kynnast þeim enn frekar á komandi misserum.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|