vonandi mörg skjótt folöld á Álftanesi næsta sumar og vefstjóri hvetur hér með ræktunardeild Sóta til að halda folaldasýningu næsta vetur. Og svo verður náttúrulega gríðarlega hörð keppni á vellinum 2021 á milli allra þessara afkvæma. Þetta er orðið spurning um afkvæmasýningu fyrir Álftnesinga? Ef við fáum að vera áfram SVEIT Í BORG! Af Atlasi er það að frétta að hann er í þjálfun hjá Þórarni Eymundssyni á Sauðárkróki og er stefnt með hann á LM 2016. Þær merar í eigu Sótafélaga sem vefstjóri veit um eru þessar
Sperra frá Reykjavík - eig: Steinunn Guðbjörnsdótir Hrafnkatla frá Langholti - eig: Guðmundur Ragnarsson Þjóðhildur frá Vatni - eig: Jörundur Jökulsson Gjöf frá Laxholti - eig: Nanna og Steini Stjarna frá Minna-Núpi - eig: Elfur og Jón Endilega látið vita ef einhver hefur gleymst - það verður gaman að fylgjast með þessu. Sótafélaginn Krummi (Erlingur Reyr Klemensson) er með yfirumsjón yfir Atlasi en þeir eru miklir og góðir félagar. Atlas frá Hjallanesi er með sína eigin Facebook síðu og er hægt að fylgjast með honum þar.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|