Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Miklar framfarir - viðtal við Trausta Þór

5/11/2021

0 Comments

 
Picture
Picture
Um síðastliðna helgi var lokahnykkurinn hjá nemendum á reiðnámskeiði hjá Trausta Þór en þau hafa hist eina helgi í mánuði frá því í febrúar.  Vefstjóri Sóta hitti Trausta og fékk að senda honum nokkrar spurningar. 
​
Hvernig líkar þér við nýju aðstöðuna í Sóta? 
"Hjá Sóta hefur verið byggð reiðhöll við hlið hringvallarins og skeiðbrautarinnar. Þetta þrennt, auk "litla félagsheimilisins" myndar skemmtilega og mjög hagnýta heild til námskeiða-halds, móta og annarrar venjulegrar félags starfsemi. Ég tel að reiðhöllin eigi eftir að reynast Hestamannafélaginu Sóta og félögum mjög áríðandi. 

Allt félagssrtarf mun eflast og munu verða miklar framfarir í reiðmennsku á svæðinu vegna aðstöðunnar. Það kæmi mér ekki á óvart að þessi uppbygging muni draga að fleiri félagsmenn, félagið muni stækka vegna möguleikanna til þess að kenna börnum og ungmennum hestamennsku. Til hamingju Sóti."

Hvernig hafa nemendur staðið sig í vetur?  Eru framfarir hjá hestum og/eða knöpum? 
"Ég var mjög ánægður með nemendur mína í vetur og tel að mikar framfarir hafi orðið hjá flestum. Ég segi oft að mitt hlutverk sem reiðkennara sé að hjálpa fólki að bæta þekkingu sína og færni í hestamennsku, til þess að bæta líf hestanna. Þegar knapar taka framförum, verða hestarnir betri."

Hvernig líst þér á hestakostinn? 
"Hestar flestra nemenda minna í Sóta eru mjög góðir og taka framförum með "betri reimennsku" Að sjálfsögðu er oft hestakosturinn misjafn en þegar framfarir verða,... jafnast það aðeins. Innan-um í þessum hópi eru nokkrir mjög flinkir reimenn, með frábæra hesta."

Myndir þú segja að framtíðin væri björt fyrir Sótafélaga eða ertu með ábendingar um hvernig við getum þróað okkur áfram? 
"Þar sem áhugi er nægur, þar er björt framtíð. Leggið áherslu á fræðslu og námskeiða-hald og starfið mun auðgast."

Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? 
"Það verður spennandi fyrir mig að fylgjast með framhaldinu hjá Sóta, hvort sem ég muni koma eitthvað að því eða ekki. Ég hlakka til að fylgjast með "knöpunum mínum"

Myndir: 
​Hópmyndin er af kennara og knöpum 
Trausti Þór á hestinum Óm frá Kirkjuferjuhjáleigu (sem er nú í Svíþjóð) 
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.