Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Stjorn og nefndir
    • Lög félagsins
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Stjorn og nefndir
    • Lög félagsins
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Metþátttaka í vel heppnaðri Sóta ferð

6/6/2021

0 Comments

 
Picture
 27 vaskir Sóta félagar tóku þátt í Sumarferð ferða og skemmtinefndar Sóta um helgina og skemmtu sér konunglega.  Ferðin hófst á pizzuveislu i félagshúsinu en síðan var hrossum raðað í 5 hestakerrur og brunað austur til Geysis-Hesta á Kjóastöðum þar sem gist var næstu 2 nætur.   Á föstudagskvöldið æfðum víð Sóta lagið sem samið var af Gulla (hæjarahottara) ásamt fleiri skemmtilegum lögum,   Á meðan nutu hrossin lífsins saman úti haga. 
Eftir morgunverð á laugardag voru hrossin sótt, lagt á og síðan brunað af stað með Hjalta fararstjóra í broddi fylkingar.  Riðið var um Haukadalsskóg og meira að segja framhjá Geysisvæðinu við mikla hrifningu útlendinga sem staddir voru á svæðinu.  Þó að staðið hafi til að skipta hópnum í meira og minna vanir þá stóðu allir knapar sig svo frábærlega vel, þrátt fyrir yfirferðarreið, að þess þurfti ekki. Eftir 20 km reið þá komu allir heilir heim á Kjóastaði þar sem beið nýbökuð kaka og kaffi.  Síðan var gefin frjáls tími fram að kvöldmat , flestir fóru og böðuðu sig í Gömlu lauginni á Flúðum.   Eftir dýrindis kvöldmat að hætti Ásu og Hjalta botnuðum við fyrriparta, spreyttum okkur í pöbbkvissi og sungum nokkur lög. 

Á sunnudeginum var riðinn s.k. Kjarnholtshringur á moldargötum ofl.  Á leiðinni þufti að ríða yfir Tungufljót og ákváðu nokkar hetjur í hópnum að prófa að sundríða!  Sumum gekk betur en öðrum og knapar blotnuðu mismikið.....en allir skemmtu sér konunglega!   Eftir að hafa hleypt upp heimtröðina og gengið frá hestum gæddu knapar sér á nýbökuðum vöffum með rjóma áður en lagt var í hann heim  á Álftanes.  Frábærri helgi var lokið og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju meiru - næsta ferð:  Löngufjörur?  

Myndir inná FB grúbbu Sóta / sumarferð Sóta 2021:  (1) Facebook

Nokkrar umsagnir knapa:  
"Það var allt svo passlegt í þessari ferð. Passlega langar dagleiðir á passlegum hraða svo við fengum nógan tíma til að njóta samveru. Eg fékk meira að segja passlega langan sundsprett. Frábær helgi." (Þ.N) 

"Kærar þakkir öll fyrir samveruna um helgina , algjörlega eðalhópur og tíminn alltof fljótur að líða - við mæðgur svífum á skýi eftir ferðina og getum ekki beðið eftir næstu ferð" (Á.H.) 

"Ég er svo ánægður að ég  get rífið úr mér hjartað sjálfur"  (G.J) 

"Þá helgin liðin er,
allir heilir heim þeir skunda,
látið mig vita ef einhver fer,
ég er með og kem með hunda" 
Takk allir, frábær helgi."  (B.J.) 


"


0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Sigurjón
    s: 856-5570
    [email protected]
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Picture

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    December 2024
    November 2024
    July 2024
    June 2024
    May 2024
    April 2024
    March 2024
    February 2024
    January 2024
    December 2023
    November 2023
    October 2023
    September 2023
    August 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.