Flottasti hestaliturinn: Mér finnst allir litir flottir en góð blesa gerir allt betra!
Uppáhalds gangtegundin: Greitt tölt á rúmum hesti Uppáhalds matur: Allt sem er eldað handa mér Uppáhalds drykkur: Vatn og bjór Uppáhalds tónlist: Allt frá klassískri tónlist til hiphops Fallegasti staður á Íslandi: Það er erfitt að gera upp á milli; Flóinn með sína fjallasýn, sólsetur í Skagafirði, Hítardalur á haustin og Rauðasandshreppurinn á lygnum sumardegi. Það besta við hestamennskuna er: Samvinnan við hest sem tekur framförum í fallegri náttúru með útsýnið frá Álftanesi; það gerist varla betra. Hvað vantar í Sóta: Það væri helst aðeins meira logn. Lumar þú á leyndum hæfileikum: Ég get prjónað lopapeysu á 3 dögum. Ógleymanlegasta atvikið í hestamennsku hingað til: Ógleymanlegustu atvikin eru nú ekki alltaf þau bestu, það sem mér kemur helst í hug er þegar uppáhalds hryssan rauk með mig á harðastökki eina tvo kílómetra. Þá hafði reiðinn við hnakkinn losnað og rak hana áfram en mikið ógurlega var erfitt að fara á bak daginn eftir. Þær stundir sem mér þykir vænst um eru þegar sama uppáhalds hryssan fer með mig á hreinu tölti (sem er búið að taka svolítinn tíma að ná fram), sátt í taumi og lund.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|