Skemmtilegasta reiðleiðin á Álftanesi: Bakkarnir og alveg niður á Bessastaðanes
Flottasti hestaliturinn: Vindóttur og jarpskjóttur. Uppáhalds gangtegundin: Greitt tölt. Uppáhalds matur: Hangikjöt. Uppáhalds drykkur: Appelsín. Uppáhalds tónlist: Róleg lög með góðum texta. Fallegasti staður á Íslandi: Dýrafjörðurinn. Það besta við hestamennskuna er: Félagsskapurinn. Hvað vantar í Sóta: Ásdísi og náttúrulega reiðhöll en hún fer að koma bráðum. Lumar þú á leyndum hæfileikum: Ekki svo ég viti. Ógleymanlegasta atvikið í hestamennsku hingað til: Hestamannamót Storms 2017 þar sem ég vann B-flokk, tölt og unglingaflokk og var valinn knapi mótsins stendur alveg upp úr en einnig þegar ég flaug af baki á Blesa á æskulýðsdegi Sóta þegar við stelpurnar vorum að sýna atriði. Eitthvað að lokum: Gæti ekki hugsað mér að vera í betra félagi það er frábært að vera í Sóta.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
November 2023
|