Skemmtilegasta reiðleiðin á Álftanesi: Ég get ómögulega gert upp á milli þeirra
Flottasti hestaliturinn: Rauðjarpur Uppáhalds gangtegundin: Ég brosi mest á stökki. Uppáhalds matur: Villibráð eins og til dæmis hreindýr. Það er líka svo mikil stemmning að borða svoleiðs mat. Uppáhalds drykkur: Egils pilsner í flösku Uppáhalds tónlist: Eivör er mest í uppáhaldinu í augnablikinu Fallegasti staður á Íslandi: Fjaðrárgljúfur Það besta við hestamennskuna er: Að hún er svo tímalaus og jarðbindandi Hvað vantar í Sóta: Æfingatjaldið, get ekki beðið. Lumar þú á leyndum hæfileikum: Ég elda og það er stundum étið Ógleymanlegasta atvikið í hestamennsku hingað til: Við Stormur hans Einars Þórs vorum á feti niður við fjöruna á Álftanesi. Hann snarstoppar svo skyndilega þannig að ég snýst við í loftinu eins og ég væri á fimleikaæfingu og lendi standandi við hliðina á honum alveg beinn sem teinn. Þar kastaði ég á hann kveðju. Ég steig svo aftur á bak og hélt áfram för. Eitthvað að lokum: Takk Sótafélagar fyrir að vera með svona skemmtilegt félag.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|