Skemmtilegasta reiðleiðin á Álftanesi: Ekki viss, á eftir að prófa allar reiðleiðirnar
hérna í kring. Flottasti hestaliturinn: Ljósgrár og brúnskjóttur hafa alltaf verið í uppáhaldi. Uppáhalds gangtegundin: Tölt Uppáhalds matur: Íslensk kjötsúpa Uppáhalds drykkur: Ískalt vatn Uppáhalds tónlist: Margt kemur til greina, en ég er þessa dagana að fýla Kaleo í botn. Fallegasti staður á Íslandi: Þeir eru svo margir, get ekki valið einn. Það besta við hestamennskuna er: útivistin, sambandið sem myndast milli knapa og hests og svo er félagsskapurinn oft á tíðum frábær. Hvað vantar í Sóta: Aðstaðan er mjög góð í Sóta, þó að það væri eðal að komast inn í lokaða höll þegar að veðrið er ómögulegt. Lumar þú á leyndum hæfileikum: Nei, get ekki sagt það. Ógleymanlegasta atvikið í hestamennsku hingað til: Vá erfitt að velja úr, svo margt sem kemur upp í hugann eins og ógleymanlegir sleppitúrar, ýmis mót og þess háttar. En ég held að ég verði að nefna gamla fallna grána minn; Svip frá Hólkoti. Hann var jafn fallegur og hann var þver og eins klárgengur og þeir gerast (enda hafði góður félagi minn gefist upp á honum og seldi mér hann á sláturverði). Það var því ógleymanleg stund þegar að mér hafði tekist að gangsetja hann og reið á hágengu yfirferðarslaktaumatölti við hlið félaga míns.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|