![]() Eftirfarandi má lesa á vef Álftanes frá fundi bæjarráðs í gær: 1205009 - Bréf frá Sóta, dags. 07.05.2012, um reið- og kennslugerði hjá Sóta.Tillaga D, B og L-lista: „Bæjarráð samþykkir, í ljósi þess að gerðið er í eigu sveitarfélagsins, að endurnýja timburverk þess með þeim fyrirvara að framkvæmd viðhaldsins sé í höndum hestamannafélagsins Sóta með sérstöku samkomulagi þar um. Þannig verði unnt að halda úti kennslu barna og unglinga á vegum Sóta á komandi vetri. Bæjarstjóra falið að ganga frá samkomulagi vegna málsins.“ Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða Nú þurfum við að fara að bretta upp ermar og kalla út vinnuhelgi við að endursmíða nýtt og VINDHELT gerði fyrir veturinn en sótt var um styrk til að heilklæða gerðið þannig að það líti út eins og hringgerðið okkar. Núverandi gerði er hrunið á kafla og orðið alveg ónýtt. Vel gert!
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
September 2023
|