50 íbúðir í tveimur fjölbýlum og 20 raðhús. Við hönnun húsanna var lögð áhersla á að lega þeirra og útlit hafi sem minnst áhrif á íbúa á nærliggjandi lóðum, sjá neðangreindar útlitsmyndir. Við vonum innilega að þið séuð okkur sammála.
Það er okkur ljóst að framkvæmdirnar munu valda ykkur ónæði, hjá því verður því miður ekki komist. Við munum hinsvegar gera okkar allra besta til að takmarka það ónæði eftir bestu getu. Einn liður í því er að við munum vinna verkið samfleytt og stefnt er að því að klára alla framkvæmina á rúmum tveimur árum. Við framkvæmdina munum við hafa eftirfarandi að leiðarljósi: - Við munum virða tímatakmörk við hávaðasama vinnu - Vinnusvæðið verður girt af og lokað umferð óviðkomandi - Lögð verður áhersla á góða umgengni á vinnusvæði - Lögð verður áhersla á að hafa verktíma eins skamman og unnt er Framkvæmdir munu hefjast á allra næstu dögum og eru áætluð verklok vorið 2025. Við vonum að sambýlið verði ykkur bærilegt á framkvæmdartímanum, ef þið hafið einhverjar ábendingar til okkar þá er netfangið [email protected]. Frekari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á www.vidiholt.is. Fyrir hönd Lækjarkórs ehf, Davíð Freyr Sjá pdf skjal hér
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|