Assi og hans fjölskylda (hús 4) eru enn á sama stað og verða með hvorki fleiri né færri en 11 stólpagæðinga úr sinni ræktun á húsi í vetur! Það verður spenanndi að sjá þau á keppnisvellinum í vetur.
Ingólfur (hús 2) er með óbreytt ástand eftir sögulega björgun elsta hrossins í sumar. Nanna, Birna og Steini þegar hann er í bænum (hús 4) eru með fullt hús af vestfirskum gæðingum í glæsilegu nýuppgerðu 5 hesta húsi. Í gamla Kjartans/Tona húsi (hús 2) hafa María, Þorsteinn og fjölskylda komið sér vel fyrir en þau hafa svo sannarlega tekið hestamennskuna með trompi á einungis tveimur árum! Í gamla Jóa húsi (hús 3) er komin alveg glæný fjölskylda, Guðlaugur og Sigurbjörg, með fullt hús af spenanndi hestum. Við hlökkum til að kynnast þeim í vetur. Jörundur (hús 3) er fluttur aftur í sitt gamla hús með fullt hús af núverandi og tilvonandi fyrstu verðlauna merum. Steinunn og Lóa (hús 5) eru enn í sama húsinu en þær steyptu nýja stétt korter fyrir jól Elfur, Jón og Vigdís (hús 5) eru einnig í sama húsinu með fullt hús af efnilegum hrossum úr eigin ræktun. Þau gerðu einnig húsið sitt snyrtilega upp í haust Hús nr 6 (efsta húsið í hverfinu) er hins vegar ennþá voðalega tómt og Guðmundur er hér með hvattur til að taka inn sem fyrst. Hjá honum verður einnig ný leigjandi í vetur, 15 ara mjög áhugasöm hestakona. Á Breiða ræður Guðmundur Birkir áfram ríkjum og verður það með leigjendurna Hildi, Einar Þór og Jón Laufdal. Vonandi verða þau með heitt á könnunni eða kaldan á kantinum í vetur og verða duglega að heimsækja hin í hverfinu á sínum háfættu gæðingum. Óvist er hver verður með hesthúsið í Gesthúsum í vetur. Ekki er vitað hverjir verða með á húsi í Breiðholti. Þetta verður spennandi vetur með fullt af nýju fólki sem við hlökkum til að kynnast betur! Þeirra gömlu er sárt saknað en þau koma vonandi oft í heimsókn VELKOMNIR nýjir félagar og við hvetjum ykkur til að skrá ykkur í félagið! Við bíðum svo spennt eftir öllum "innflutnings-partýjum" í nýjum og uppgerðum húsum!
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|