Sp: Hvernig standa málin með reiðhöllina í dag?
Sv: Okkur vantar ennþá undirskrift frá einum meistara til að geta byrjað að grafa. Það eru ansi margir iðnaðarmeistarar sem koma að verkefninu t.d. byggingameistari, múrarameistari, pípulagningameistari ofl ofl. Sp: Hvenær verður byrjað að grafa? Sv: Vonandi verður skóflustungan tekin í næstu viku! A.m.k. öðru hvoru megin við mánaðarmótin okt/nóv. Sp: Hvenær er stefnt á að hún verði tilbúin til notkunar? Sv: Það spilast allt eftir veðri og vindum. Við erum komin svo seint í árið, það hefði verið upplagt að byrja s.l. vor. En málið hefur tafist í alls kyns pappírsvinnu svo það er mjög erfitt að spá til um það. Sp: Hvaðan kemur höllin? Sv: Hún er keypt af Hýsi-Merkúr og er 20x40 m stálgrindarhús. Stálgrindin er þegar komin á svæðið og bíður uppsetningar. Það verður mikið púsl þegar að því kemur og eflaust munum við þurfa utanaðkomandi hjálp. Um leið og það verður byrjað á að reisa/púsla þá þarf að klára það á stuttum tíma þar sem við erum að þessu að vetrarlagi. Sp: Hvað mun höllin kosta uppkomin? Sv: Við fáum 40 miljónir frá Garðabæ og vonandi komumst við sem lengst á þeirri upphæð með góðri hjálp Sóta félaga. Sp: Er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri? Sv: Við hlökkum óskaplega til að taka þátt í þessu verkefni með félagsmönnum. Með samstilltu átaki tekst okkur þetta fljótt og vel. Þessi höll mun skipta sköpum í framtíðarstarfi Sóta, sérstaklega í öllu æskulýðsstarfi. Við munum geta haldið úti kennslu og þjálfun allt árið um kring. Vefstjóri þakkar fyrir greinargóð svör. Ef félagsmenn vilja vita meira þá er annað hvort að spyrja nefndarmenn eða mæta á aðalfundinn 12 nóvember
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|