Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur?
Sv: Ég er búin að vera hjá Hinrik og mér finnst hann frábær kennari. Hef ekkert sótt sýnikennslur. Sp: Fórstu í einhverjar hestaferðir í sumar? Sv: Nei, fór ekki s.l. sumar en fór með Sótafélögum sumarið þar á undan. Það var mjög gaman. Sp: En hélstu einhverjum merum, ef já, undir hvaða hest(a)? Sv: Nei, er ekki að rækta núna en hefði, á sínum tíma, gjarnan viljað setja Glettu mína undir bæði Svein Hervar frá Þúfu og Vökul frá Efri Brú. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Þegar ég var lítil þá var drauma hesturinn brúnn með hvíta sokka en núna tengist liturinn frekar karakter hestanna. Eins og þegar ég var með Glettu, sem var æðislegt hross, þá var rauð glófext uppáhalds liturinn. Núna eru grár og leirljós í uppáhaldi. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Nei, er alveg góð. Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ernu Björk
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|