Einnig er ég að þjálfa 5 vetra hest hjá Ara sem heitir Vökull frá Vatni. Það gengur bara vel og hann á eftir að vera góður reiðhestur næsta vetur.
Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur? Sv: Ég tók tvo tíma hjá Atla með hann Vökul og hver veit nema maður haldi áfram. Það er alltaf hægt að læra. Ég hef ekki farið á neina sýnikennslu ennþá en mun örugglega enda með Því að fara á nokkrar. Held að Súsanna Sand sé með sýnikennslu á fimmtudaginn, kannski að maður skelli sér á hana. Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar? Sv: Sumarið er pakkfullt af hestaferðum, enda er það skemmilegasta sem ég geri. Það verður nóg að gera að þjálfa hestana upp fyrir sumarið þegar líður á vorið. Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: Ekkert planað ennþá. Ég á 3 vetra tryppi sem ég byrja mögulega að þjálfa næsta vetur, síðan er aldrei að vita hvort maður haldi eitthvað meira undir Klassík ef maður finnur rétta hestinn. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Ég hef alltaf verið hrifinn af leirljósu eins og margir aðrir en síðan finnst mér Dreyrauður rosa fallegur litur. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Hestamennskan á fyrst og fremst að vera skemmtileg. Það jafnast ekkert á við góðan reiðtúr í góðum félagsskap. Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég ætla að skora á Hildi
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|