Laugardagur 16 maí:
10:00. Kerruflutningur á hrossum frá Álftanesi í Hafnarfjörð. Það væri gott ef allir kerrueigendur myndu fylla sínar kerrur og ef þáttaka er góð þurfa nokkrir að fara tvær ferðir. Þegar flutningi er lokið leggjum við af stað frá Hafnarfirði. Riðið verður uppá Kjalarnes þar sem hrossin verða eftir í Vonarholti (hjá mömmu hans Ara) Við keyrum til baka á Álftanes, grillum saman í félagsheimili og tökum nokkur létt lög (en verðum að passa 2m bilið!) Sunnudagur 17 maí: 10:00. Brottför frá Álftanesi og keyrum í Vonarholt Ríðum svo AÐRA LEIÐ til baka í Hafnarfjörð og þaðan verður kerruflutningur aftur á Álftanes. Áætlað er að öll hross verði komin aftur á Álftanes um kl. 17:00
Þetta verður geggjuð ferð og við vonumst til að sjá ALLA Sótafélaga taka þátt og hafa gaman! Fyrir keppnisfólkið er þetta frábær leið að koma hrossum í dúndrandi form fyrir vor/sumar mót! Þið megið endilega láta okkur vita sem fyrst ef stefnið á að koma með Með sumarkveðju Hin öfluga Ferða-og skemmtinefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|