Nú er dagskrá Góugleðinnar farin að skýrast og eins og í fyrra virðumst við ná að fylla félagshúsið. Þeir sem eiga eftir að skrá sig, verða að skrá sig í síðasta lagi á morgunn. Verð: Íkr. 4.000.- per mann en leyfilegt er að borga í dollurum. Matseðill: Innbakað sveppafyllt lambalæri með timíankrydduðu ofnbökuðu rótargrænmeti, brokkolísalati og sveppasósu ala Bragi spes. Í boði verður takmarkað magn af alkahóli svo nauðsynlegt er að fólk hafi með sér örlítið af göróttum drykkjum sem valda vandræðum og veikindum (daginn eftir). Klæðnaður verður að vera snyrtilegur annars verður Halli með skotapils til að lána fólki. Hverju hesthúsi er skylt að koma með skemmtiatriði eða tvö og eins og í fyrra er alveg frjálst hvaða skemmtiatriði það eru en nekt þykir með því betra.
Einnig er hverjum og einum frjálst að koma með músík en það verður ekki leyft að spila allt. Músíkin verður að vera í ipod eða þess háttar tæki. Hesthúsalengjur við Suðurnesveg: Ari og Magnús og Þórey. Arnar/Guðleif og Kjartan Jói og Jöri (og fjölsk) Steina og Elfur/Jón Guðmundur og Halli Toni/Eyrún og Assi (og fjölsk) Frændurnir í Gesthúsum Breiðabólsstaður Breiðholt Víðidalur og nágrenni Nú hætta allir að grenja og mæta á góugleði. Þeir sem mæta ekki eru lúðar og munu hljóta útilokun og vera lagði í einelti og verða eineltaðir. Ástarkveðja Skemmtilegasta skemmtinefnd ever sem fer bara batnandi.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|