Gæðingamót Sóta á Álftanesi verður haldið á velli félagsins laugardaginn 30. maí næstkomandi. Athugið að gæðingakeppnin er opin í ár, eins og öll okkar mót hafa verið í vetur. Auk hefðbundinna flokka verður boðið upp á nýja keppnisgrein og verður keppt í C flokki í gæðingkeppni. Sú keppnisgrein er hugsuð fyrir byrjendur og lítt reynt keppnisfólk og hvetjum við alla til að taka þátt og hafa gaman af en senda þarf póst á [email protected] til að skrá sig í hana (nafn knapa, hests, isnúmer hests, fæðingarstað). Í C flokki gæðingakeppninnar er sýnt eftirfarandi prógramm: Hringvöllur : Riðnir skulu tveir hringir og sýnt fet , tölt og/eða brokk, og stökk. Sýni keppandi bæði brokk og tölt er einkunn fyrir betri gangtegundina notuð.
Keppnisgreinar eru eftirfarandi: - ath skráning í aðrar greinar en C-flokk og pollaflokk fer fram í SportFeng ◾ A flokkur gæðinga ◾ B flokkur gæðinga ◾ C flokkur (fyrir lítt reynda keppendur) ◾ Barnaflokkur ◾ Unglingaflokkur ◾ Ungmennaflokkur Skráningargjald í gæðingakeppni er kr.2.500, kr. 2.000 í barna-,unglinga- og ungmennaflokk. Mótið er öllum opið sem eru löglegir í gæðingakeppni (knapi og eigandi hests skuldlausir félagsmenn). Mótanefnd Sóta áskilur sér rétt til þess að fella niður keppnisflokka ef þátttaka telst ekki næg. Skráning fer fram á SportFeng. Skráning hefst þriðjudaginn 26. maí og lýkur fimmtudaginn 28 maí kl. 23:59. Pollar eru sjálfsögðu með, bæði vanir og óvanir. Vanir pollar ríða tölt eða brokk. Óvanir pollar eiga að vera teymdir af forráðamanni. Allir pollar sem eiga grímubúninga eru hvattir til að mæta í þeim og ekki er verra ef hestarnir eru líka skreyttir! Pollum er ekki sætaraðað en þeir fá allir verðlaunapening. Skráning í Pollaflokk fer fram á netfanginu [email protected] en þar skal tekið fram ef polli ríður sjálfur eða er teymdur, nafn og aldur knapa sem og nafn og aldur hests. SÓTAFÉLAGAR ATHUGIÐ: Efsti Sótafélaginn í hverjum flokki fær afhendan eignabikar sem Álftanesmeistari gæðinga. Okkur langar einnig að biðja ALLA Sótafélaga um að koma með t.d.köku eða brauðrétt á hlaðborð sem við munum svo bjóða uppá frítt í kaffihléi. Hlökkum til að sjá ykkur í sólskinsskapi Kveðja Mótanefnd Sóta
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|