Föstudagur 23. mars kl 18:00: Parakeppni (lokað mót fyrir Sóta félaga eingöngu)
Parakeppnin fer þannig fram að hvert hús þarf að tefla fram a.m.k. einu pari þ.e.a.s. 2 knapar, 2 hestar. Knapar mega vera á öllum aldri og allir hestar velkomnir, fótaburður og fas er ekki aðalatriðið. Keppt verður í smala (í gerðinu) og parafimi (á vellinum). Í báðum greinum keppir parið saman. Smalinn verður hefðbundinn þ.e.a.s. sett verður upp þrautabraut m.a. opna hlið, yfir brú o.s.frv. Dæmt verður eftir tíma og refsistigum. Einn fer brautina í einu og stigahæsta PARIÐ vinnur. Brautin verður sett upp á miðvikudeginum 21. mars Para-fiminn fer þannig fram að hvert par hefur 3 min á vellinum og þarf að útfæra atriði með tónlist. Dæmt verður eftir samspili pars, útfærslu atriðis, samhæfing tónlistar, búninga og atriðis. Með þessu er mótanefnd að reyna að auka þátttöku félagsmanna í mótum sem hefur verið mjög dræm undanfarið. Við viljum sjá amk eitt par úr hverju húsi! Þeir sem eru einir í húsi geta sameinast. Þetta er mót fyrir alla knapa á öllum aldri og alla hesta sem láta að stjórn! Verðlaunaafhending fer fram í félagshúsi á eftir. Veitt verða verðlaun fyrir: 1-3 sæti í Smala 1-3 sæti í Parafimi 1 sæti í samanlögðu Bestu tilþrifin í smalanum (einstaklingur) Bestu búningarnir PÁSKAEGG í öllum verðlaunum! Og pylsur í kvöldmat....... Vetrarleikar Brimfaxa, Háfeta og Sóta, laugardaginn 14 april: Keppt verður í þrígangi á vellinum. Sýndar þrjár gangtegundir (tölt telst ein gangtegund). Boðið uppá alla flokka frá pollum uppí heldri. Nánari upplýsingar þegar nær dregur en nú er um að gera að fara að æfa fleira en tölt! Námskeið í Sportfeng Þar sem LH er að bjóða uppá svona námskeið mánudaginn 12 mars þá verður ekkert námskeið hjá okkur. Við hvetjum hins vegar sem flesta Sóta félaga að sækja þetta námskeið! Mótanefnd ætar að mæta. Sjáumst hress! Kveðja Mótanefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|