Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur?
Sv: Það verður spennandi að sjá hvað verður í boði, en við eigum örugglega eftir að fara á einhverjar sýnikennslur eða námskeið. Sp: Fórstu í einhverjar hestaferðir í sumar? Sv: Við forum í tvær saman, eina úr Skorradalnum á Löngufjörur og tilbaka og svo fórum við frá Þverárhlíð í Húsafell og tilbaka í Skorradalinn. Ég fékk það hlutverk að trússa eftir að hafa rifbeinsbrotnað í byrjun sumars. Fótbolti er stórhættuleg íþrótt. Svo stefnum við á stutta ferð nú í september. Sp: En hélstu einhverjum merum, ef já, undir hvaða hest(a)? Sv: Ha ha ha. Er löngu búinn að sanna mig sem afburða lélegur ræktandi. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Hengill minn hafði minn uppáhalds lit, bleikálóttur og Ólafía er hrifnust af gráum og brúnum hestum. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Bara eitthvað væmið. 😉 Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Okkur langar til að skora á Steinunni Guðbjörnsdóttir.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|